Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað

Yfirkjörstjórn Rússlands hafnaði í liðinni viku beiðni um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Breytingarnar hefðu gert Vladimír Pútín kleift að bjóða sig fram til að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti.

Enn er þó ekki útilokað að þrýst verði á um stjórnarskrárbreytingu þessa eðlis, því úrskurður kjörstjórnar tók ekki afstöðu til breytingarinnar sem slíkrar, heldur hafnaði hún tæknilegu atriði um að ekki skyldi kosið beint um gildandi lög. Möguleikinn á að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram er því enn fyrir hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×