Þenslan náði hámarki í fyrra 16. september 2006 00:01 Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 2,75 prósenta hagvöxtur hér á landi. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld talsvert meira, eða um sjö prósent, en hafa þó ekki vaxið hægar síðan á fjórða fjórðungi ársins 2003. Útflutningur dróst saman um sex prósent og verulega hægði á vexti innflutnings. Jókst hann um 6,25 prósent frá sama fjórðungi fyrra árs en hafði vaxið um meira en tuttugu prósent undanfarna sex fjórðunga þar á undan. Þetta sýna nýjar tölur um landsframleiðslu sem Hagstofan birti í gær. Samhliða þessu dró mikið úr vexti í einkaneyslu og fjárfestingu. Þensla var því nokkuð minni en áður var talið að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Greiningu Glitnis. „Þetta bendir til þess að þenslan hafi náð hámarki í fyrra. Það er vissulega enn þá vöxtur, bæði í fjárfestingu og einkaneyslu, en það hægir ansi snarpt á honum.“ Aukning einkaneyslu hefur ekki verið minni frá því á fjórða fjórðungi ársins 2002. Er hún nú talin hafa vaxið um 4,25 prósent á öðrum ársfjórðungi en meðalvöxtur einkaneyslu í fyrra var 12,3 prósent. Enn er þó talsverður vöxtur í flestum liðum innfluttra neysluvara en þó var tuttugu prósenta samdráttur í kaupum á ökutækjum. Fjárfesting jókst um 6,25 prósent en hafði aukist um 36,25 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og 37,25 á árinu 2005 í heild. Jón telur ekki líklegt að þessar upplýsingar hefðu breytt ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti um fimmtíu punkta í fyrradag en tónninn hefði ef til vill verið bjartari. Þær minnki jafnframt líkurnar á að stýrivextir verði enn hækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember. - hhsVöxtur einkaneyslu minnkar Tuttugu prósenta samdráttur varð á kaupum á ökutækjum á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 2,75 prósenta hagvöxtur hér á landi. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld talsvert meira, eða um sjö prósent, en hafa þó ekki vaxið hægar síðan á fjórða fjórðungi ársins 2003. Útflutningur dróst saman um sex prósent og verulega hægði á vexti innflutnings. Jókst hann um 6,25 prósent frá sama fjórðungi fyrra árs en hafði vaxið um meira en tuttugu prósent undanfarna sex fjórðunga þar á undan. Þetta sýna nýjar tölur um landsframleiðslu sem Hagstofan birti í gær. Samhliða þessu dró mikið úr vexti í einkaneyslu og fjárfestingu. Þensla var því nokkuð minni en áður var talið að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Greiningu Glitnis. „Þetta bendir til þess að þenslan hafi náð hámarki í fyrra. Það er vissulega enn þá vöxtur, bæði í fjárfestingu og einkaneyslu, en það hægir ansi snarpt á honum.“ Aukning einkaneyslu hefur ekki verið minni frá því á fjórða fjórðungi ársins 2002. Er hún nú talin hafa vaxið um 4,25 prósent á öðrum ársfjórðungi en meðalvöxtur einkaneyslu í fyrra var 12,3 prósent. Enn er þó talsverður vöxtur í flestum liðum innfluttra neysluvara en þó var tuttugu prósenta samdráttur í kaupum á ökutækjum. Fjárfesting jókst um 6,25 prósent en hafði aukist um 36,25 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og 37,25 á árinu 2005 í heild. Jón telur ekki líklegt að þessar upplýsingar hefðu breytt ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti um fimmtíu punkta í fyrradag en tónninn hefði ef til vill verið bjartari. Þær minnki jafnframt líkurnar á að stýrivextir verði enn hækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember. - hhsVöxtur einkaneyslu minnkar Tuttugu prósenta samdráttur varð á kaupum á ökutækjum á öðrum ársfjórðungi.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira