Háir vextir ekki markmið 15. september 2006 00:01 Tilkynnt um hækkun stýrivaxta. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu. MYND/gva Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008." Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008."
Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira