Credit Suisse telur Actavis standa vel í samkeppni 13. september 2006 00:01 Forsíða skýrslu credit Suisse. Í glænýrri skýrslu sem dreift var á markaðsaðila í gær fjallar Credit Suisse um samheitalyfjafyrirtækin Hikma, Zentiva, Krka, Gedeon Richter, Actavis og Stada. Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse telur Actavis vera eitt áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja og eitt best staðsetta félagið í ljósi stærðarhagkvæmni þess og góðrar stöðu á öllum stærstu lyfjamörkuðum heims. Bankinn fjallar í nýrri skýrslu um sex helstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Mælt er með því að fjárfestar kaupi í samheitalyfjafélögum, en í þeim geira segir bankinn vera vaxtartækifæri. "Greiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir Actavis í markaðssetningu þess gagnvart erlendum fjárfestum, en hingað til hafa þeir bara haft við íslenskar greiningarskýrlur að styðjast. Bankinn telur okkur eitt áhugaverðasta félagið á okkar sviði og tæpast hægt að biðja um meira," segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir einkar mikilvægt fyrir félagið að fyrsti erlendi greiningaraðilinn hafi nú fjallað um það. "Þá hafa aðrir erlendir greiningaraðilar staðfest að þeir muni greina félagið og eigum við von á að á næstunni komi út skýrslur frá Cazanova, stærsta verðbréfafyrirtækis Bretlands og frá alþjóðlega bankanum Merill Lynch." Verðmat Credit Suisse á Actavis er heldur lægra en hjá íslensku bönkunum, eða 58 krónur á hlut sem er um 10 prósentum undir verði á markaði í dag en íslensku bankarnir hafa metið félagið á 68 til 79,5 krónur á hlut. Halldór segir að skýra megi muninn á verðmatinu samanborið við íslensku bankanna með því að Credit Suisse sé fyrst og fremst að horfa til V/H gildis (virði á móti hagnaði) fyrir árið 2007 en að íslensku bankarnir og margir erlendir greiningaðilar horfi einnig til annarra kennitalna eins og EV/EBITDA (virði á móti hagnaði fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir), framtíðarsjóðstreymis og horfi lengra fram í tímann í sýnum verðmötum. Þó er bent á það í skýrslunni að eðlilegt væri einnig að horfa fram til ársins 2008 en þá segir Halldór að mestu samlegðartækifærin muni koma fram vegna kaupa fyrirtækisins á Alpharma og þá eru kennitölur félagsins mun hagstæðari sem myndi réttlæta talsvert hærra verðmat. Í greiningunni er varað við of mikilli skuldsetningu Actavis og talið að ef verði af yfirtöku félagsins á Pliva kunni skuldsetning félagsins að verða há til skemmri tíma og varað er við mikilli skuldsetningu til lengri tíma. "Einnig er ánægjulegt að sjá í verðmatinu að bankinn telur Actavis verðskulda 15 prósenta álag umfram samkeppnina í ljósi réttrar stefnu, góðs vaxtar, öflugs stjórnendateymis og þeirra miklu samlegðartækifæra sem bankinn telur að enn eigi eftir að koma í ljós," bætir Halldór við og segir að á næstu þremur til fjórum árum sé stefnt að því að ná 25 prósenta EBITDA framlegð, samanborið við rúmlega 20 prósent á árinu 2006. Þá er stefnt að því að nýjum lyfjaumsóknum í Bandaríkjunum fjölgi úr 30 á þessu ári í um 40 á því næsta. "Þessar tölur eru góð vísbending um frekari vöxt á markaðnum og eru fá fyrirtæki sem eru að leggja inn eins margar nýjar umsóknir um ný lyf á markaðnum." Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse telur Actavis vera eitt áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja og eitt best staðsetta félagið í ljósi stærðarhagkvæmni þess og góðrar stöðu á öllum stærstu lyfjamörkuðum heims. Bankinn fjallar í nýrri skýrslu um sex helstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Mælt er með því að fjárfestar kaupi í samheitalyfjafélögum, en í þeim geira segir bankinn vera vaxtartækifæri. "Greiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir Actavis í markaðssetningu þess gagnvart erlendum fjárfestum, en hingað til hafa þeir bara haft við íslenskar greiningarskýrlur að styðjast. Bankinn telur okkur eitt áhugaverðasta félagið á okkar sviði og tæpast hægt að biðja um meira," segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir einkar mikilvægt fyrir félagið að fyrsti erlendi greiningaraðilinn hafi nú fjallað um það. "Þá hafa aðrir erlendir greiningaraðilar staðfest að þeir muni greina félagið og eigum við von á að á næstunni komi út skýrslur frá Cazanova, stærsta verðbréfafyrirtækis Bretlands og frá alþjóðlega bankanum Merill Lynch." Verðmat Credit Suisse á Actavis er heldur lægra en hjá íslensku bönkunum, eða 58 krónur á hlut sem er um 10 prósentum undir verði á markaði í dag en íslensku bankarnir hafa metið félagið á 68 til 79,5 krónur á hlut. Halldór segir að skýra megi muninn á verðmatinu samanborið við íslensku bankanna með því að Credit Suisse sé fyrst og fremst að horfa til V/H gildis (virði á móti hagnaði) fyrir árið 2007 en að íslensku bankarnir og margir erlendir greiningaðilar horfi einnig til annarra kennitalna eins og EV/EBITDA (virði á móti hagnaði fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir), framtíðarsjóðstreymis og horfi lengra fram í tímann í sýnum verðmötum. Þó er bent á það í skýrslunni að eðlilegt væri einnig að horfa fram til ársins 2008 en þá segir Halldór að mestu samlegðartækifærin muni koma fram vegna kaupa fyrirtækisins á Alpharma og þá eru kennitölur félagsins mun hagstæðari sem myndi réttlæta talsvert hærra verðmat. Í greiningunni er varað við of mikilli skuldsetningu Actavis og talið að ef verði af yfirtöku félagsins á Pliva kunni skuldsetning félagsins að verða há til skemmri tíma og varað er við mikilli skuldsetningu til lengri tíma. "Einnig er ánægjulegt að sjá í verðmatinu að bankinn telur Actavis verðskulda 15 prósenta álag umfram samkeppnina í ljósi réttrar stefnu, góðs vaxtar, öflugs stjórnendateymis og þeirra miklu samlegðartækifæra sem bankinn telur að enn eigi eftir að koma í ljós," bætir Halldór við og segir að á næstu þremur til fjórum árum sé stefnt að því að ná 25 prósenta EBITDA framlegð, samanborið við rúmlega 20 prósent á árinu 2006. Þá er stefnt að því að nýjum lyfjaumsóknum í Bandaríkjunum fjölgi úr 30 á þessu ári í um 40 á því næsta. "Þessar tölur eru góð vísbending um frekari vöxt á markaðnum og eru fá fyrirtæki sem eru að leggja inn eins margar nýjar umsóknir um ný lyf á markaðnum."
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira