Erlent

Olmert vill fund með Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra ísrael segir lausn ísraelska hermannsins skilyrði fyrir árangursríkri framvindu mála.
Ehud Olmert, forsætisráðherra ísrael segir lausn ísraelska hermannsins skilyrði fyrir árangursríkri framvindu mála.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert tilkynnti þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fór fram í Jerúsalem í gær.

Olmert sagðist vilja hitta Abbas til að vinna að árangursríkri framvindu mála og að helsta forgangsverkefnið væri að láta lausan ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt í sumar af herskáum Palestínumönnum.

Olmert og Abbas hafa ekki hist síðan Olmert tók við sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×