Erlent

Tengdist ekki al-Kaída

Saddam Hussein. Bandarísk stjórnvöld staðfesta loks að hann vildi ekkert með Al Kaída hafa.
Saddam Hussein. Bandarísk stjórnvöld staðfesta loks að hann vildi ekkert með Al Kaída hafa. MYND/AP

Öldungadeild Bandaríkjanna birti í gær skýrslu frá leyniþjónustunni CIA þar sem staðfest er að ríkisstjórn Saddams Hussein hafði engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída, þvert ofan í það sem bandarísk stjórnvöld héldu fram þegar þau færðu rök fyrir nauðsyn þess að fara í stríð gegn Írak.

Í skýrslunni er einnig staðfest að Saddam Hussein hafði ekki yfir neinum gjöreyðingarvopnum að ráða, né heldur getu til að framleiða slík vopn.

Repúblikanar sögðu fátt nýtt í skýrslunni. Demókratar væru eingöngu að afla sér atkvæða með því að tala um hana núna, þegar styttist í kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×