Erlent

Dulbúin hótun í garð Bush

Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ítrekaði í gær tilboð sitt um viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagði réttast að þær viðræður færu fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Jafnframt sagði hann að sá sem hafnar boði hljóti ill örlög. Skilja mátti þetta sem dulbúna hótun til Bush. Þetta er ekki hótun frá mér. Þetta er hótun frá öllum alheiminum. Alheimurinn snýst gegn kúgun, sagði Ahmadinejad.

Bush sagði á þriðjudaginn að hann myndi aldrei leyfa Írönum að koma sér upp kjarnorkuvopnum, og enginn forseti Bandaríkjanna í framtíðinni getur leyft það, sagði Bush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×