Góð launahækkun hjá forstjóra Ford 6. september 2006 13:41 Tveir forstjórar ford Alan Mulally, verðandi forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, á blaðamannafundi í síðustu viku. markaðurinn/AP markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans. Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans.
Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira