Góð launahækkun hjá forstjóra Ford 6. september 2006 13:41 Tveir forstjórar ford Alan Mulally, verðandi forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, á blaðamannafundi í síðustu viku. markaðurinn/AP markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira