Túrkmenar skrúfa ekki fyrir gas til Rússa 5. september 2006 13:23 Samið um rússagas Oleksí Ívtsjenkó, forstjóri Naftogaz, og Alexei Miller, forstjóri Gazprom, handsala samninginn. Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab Erlent Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab
Erlent Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira