Erlent

Byggja á herteknu svæðunum

Ehud Olmert forsætisráðherra íSRAELS Ísraelska ríkisstjórnin er orðin afhuga „vegvísi“ Bandaríkjamanna og stefnir nú á að fjölga íbúðum á herteknu svæðunum um ríflega sjö hundruð.
Ehud Olmert forsætisráðherra íSRAELS Ísraelska ríkisstjórnin er orðin afhuga „vegvísi“ Bandaríkjamanna og stefnir nú á að fjölga íbúðum á herteknu svæðunum um ríflega sjö hundruð. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, boðaði í gær stefnubreytingu í málefnum Palestínumanna og herteknu svæðanna. Forsætisráðherrann skýrði frá nýrri áætlun um landnemabyggð á herteknum svæðum Palestínumanna, en þar eru Ísraelar í trássi við alþjóðalög. Stendur nú til að reisa þar ríflega 700 nýjar íbúðir.

Frambjóðendur Kadima-flokks Olmerts hétu því áður en þeir komust til valda að rífa landnemabyggðir á herteknu svæðunum, en Olmert sagði að forsendur þess loforðs hefðu breyst eftir Líbanonsstríðið.

Einnig var haft eftir Olmert að hann væri reiðubúinn til viðræðna við forseta palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas. Ekkert vandamál er brýnna en Palestínumenn, mun Olmert hafa sagt utanríkis- og varnarmálanefnd ísraelska þingsins í gær. Talsmaður Abbas sagði að forseti Palestínumanna væri tilbúinn til viðræðna svo lengi sem Olmert setti engin skilyrði fyrir fundinum.

Olmert aftók þó í gær að til stæði að hafa fangaskipti við Palestínumenn. Það yrði ekki gert fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit yrði sleppt úr haldi, þar sem honum hefði verið rænt. Undir þrýstingi mannráns verður ekki samið, sagði Olmert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×