Erlent

Sjúkdómar breiðast víðar

Hlýnandi loftslag jarðar­innar veldur því að bakteríur breiðast nú til heimshluta þar sem þeirra hefur lítt orðið vart fyrr. Þetta kom fram í máli Pauls Hunter, bresks prófessors í heilsugæslu, á ráðstefnu í Bretlandi sem BBC fjallaði um.

Nokkrir Norðurlandabúar hafa smitast af kóleru í sumar við það að synda með opin sár í Atlantshafinu, og einn Dani lést úr Vibrio vulnificus, sem hingað til hefur aðallega haldið sig í Mexíkóflóa.

Hunter segir bráðnauðsynlegt að fylgjast betur með hættulegum og tiltölulega algengum sjúkdómum svo sem malaríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×