Erlent

Blindur tekinn á bíl í London

Omed Aziz, rúmlega þrítugur Íraki sem missti sjónina í sprengingu í heimalandi sínu, hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa ekið bifreið í Bretlandi þann 23. apríl síðastliðinn.

Aziz ók um götur bæjarins Oldbury, stundum á allt að 56 kílómetra hraða, og fékk akstursleiðbeiningar jafnóðum frá félaga sínum, sem sat í farþegasætinu.

Lögreglumaður stöðvaði bifreiðina og hugðist ræða við bílstjórann, þegar farþeginn hallaði sér fram og sagði: Hann er blindur.

Aziz heldur því fram að hann hafi gætt fyllstu varkárni, en dómur í málinu verður kveðinn upp þann 11. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×