Erlent

Jafnaðarmenn í kjörfylgi

Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár.

Sósíalíski þjóðarflokkurinn er hins vegar hástökkvari könnunarinnar og fer úr sex prósentum í tíu. Íhaldsmenn, sem sitja í ríkisstjórn ásamt Venstre, tapa flokka mest og eru nú sjötti stærsti flokkur landsins með 8,8 prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×