Erlent

Alcoa sektað fyrir 1.819 brot

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003.

Í honum skuldbatt Alcoa sig til að umbreyta eða endurnýja mengunarvarnarbúnað við kolaorkuver sem knýr álver fyrirtækisins í Texas. Að öðrum kosti átti að loka verinu. Alcoa mun ekki hafa virt samninginn.

Talsmaður Alcoa heldur fram sakleysi fyrirtækisins og hefur verið farið fram á frestun ákvæða samningsins. Sú beiðni verður lögð fyrir dómara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×