Erlent

Vopnahléð enn mjög brothætt

Skoða skemmdir Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, og Nabih Berri þingforseti hlýða á Hizbollah-fulltrúa lýsa skemmdum í Suður-Beirút í gær.
Skoða skemmdir Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, og Nabih Berri þingforseti hlýða á Hizbollah-fulltrúa lýsa skemmdum í Suður-Beirút í gær.

Spenna jókst á landamærum Líbanons í gær er Sýrlandsstjórn setti sig öndverða gegn því að alþjóðlegt gæslulið yrði staðsett við landamærin, og Ísraelsstjórn kallaði ástandið í Suður-Líbanon "sprengifimt" er fallbyssuskot og sprengingar urðu þremur líbönskum hermönnum og einum Ísraela að bana.

Líbanski forsætisráðherrann Fuad Saniora bað Bandaríkin um aðstoð við að aflétta hafnbanninu sem Ísraelsher heldur enn uppi í landi hans. Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagði aftur á móti að það myndi ekki gerast fyrr en alþjóðaherlið SÞ yrði tekið til við að sinna gæslu á landamærum Líbanons og Sýrlands, til að stöðva vopnasendingar til Hizbollah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×