Erlent

Guðalíkneski drekka mjólk

Ganesh Þó að þetta líkneski drekki enga mjólk, þá er hún af guðinum Ganesh.
Ganesh Þó að þetta líkneski drekki enga mjólk, þá er hún af guðinum Ganesh. MYND/AP

Hundruð þúsunda Indverja flykktust í musteri víðs vegar um Indland í gær, eftir að fregnir bárust þess eðlis að líkneski af guðinum Ganesh væru farin að drekka mjólk.

„Ég setti skeið með mjólk í að munni Ganesh og hann drakk hana,“ sagði Akhilesh Shukla, kaupmaður í Lucknow.

Guðinn, sem ber fílshöfuð, er verndari góðrar lukku og gáfna.

Klerkar telja atburðinn kraftaverk, en vísindamenn segja eðlilegar skýringar á mjólkurþambi líkneskjanna – þurrt yfirborð styttnanna sogar í sig vökvann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×