Vantar fleiri Sæluvikur 12. ágúst 2006 06:00 Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar.
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira