Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD 10. ágúst 2006 07:15 Fjármálaráðherra og sérfræðingar OECD Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði fund í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla OECD um efnahagsmál hér. Hann eftirlét svo Val Koromzay og Hannes Suppans (til hægri á myndinni), sérfræðingum OECD, orðið. MYND/GVA Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira