Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgar milli ára

Veitingasalur á hótel Borg
Veitingasalur á hótel Borg

Gistinætur á hótelum í júní voru 133.700 og fjölgaði um átta prósent frá fyrra ári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum.

Mest fjölgaði nóttum á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þær voru 14.100 og jukust um sautján prósent milli ára. Fjölgunin nam fjórtán prósentum á Norðurlandi, þar sem gistinætur voru 12.900. Gistinætur voru 83.300 á höfuðborgarsvæðinu og fjölgaði um fimm prósent milli ára.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að fjölgun gistinátta á hótelum í júní megir bæði rekja til Íslendinga og útlendinga. Gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um tuttugu og tvö prósent en útlendinga um fimm prósent.

Gistinóttum fjölgaði alls um tíu prósent á fyrstu sex mánuðum árs. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um ellefu prósent og gistinóttum útlendinga um níu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×