Yfir hundrað fíkniefnamál 8. ágúst 2006 06:30 LÖGREGLUHUNDURINN NERO Fíkniefnaleitarhundar stóðu vaktina ásamt lögreglu um helgina. MYND/Hrönn Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira