Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta 2. ágúst 2006 07:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira