Lyfið Glivec getur valdið hjartabilun 27. júlí 2006 07:30 LYF Upplýsingar á fylgiseðlum lyfja sem seld eru á Íslandi eru ekki í öllum tilfellum tæmandi. MYND/Nordicphotos/Getty Images Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli. Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli.
Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira