Lánadrottnar ræða örlög Rosneft 25. júlí 2006 10:08 Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og fyrrum forstjóri Yukos, situr af sér átta ára fangelsisdóm í Síberíu. Lánadrottnar ræða um örlög fyrirtækisins á fundi sínum í dag. Mynd/AP Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira