Erlent

Saur á samkynhneigða

Saur og eggjum var kastað að hópi samkynhneigðra og stuðningsmanna þeirra í Ríga í Lettlandi þegar fólkið var að koma úr guðsþjónustu í gær. Réttur í Ríga úrskurðaði á föstudag að ekki skyldi leyfa skrúðgöngu samkynhneigðra í borginni og hafði fjöldi baráttufólks um réttindi samkynhneigðra safnast saman í kirkjunni.

Tuttugu manns mótmæltu málstað fólksins fyrir utan kirkjuna og voru fimm handteknir fyrir að kasta eggjum og saur. Fyrr í mánuðinum skerti þingið í Lettlandi réttindi samkynhneigðra í lögum um vinnustaði og í fyrra tók þingið fyrstu skrefin til þess að banna hjónaband samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×