Viðskipti erlent

Ford tapaði 9 milljörðum króna

Sportjeppafloti frá Ford.
Sportjeppafloti frá Ford. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 123 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 9 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er samdráttur í sölu á sportjeppum vegna verðhækkana á eldsneyti.

Þá námu tekjur Ford 39,5 milljörðum dala, 2.900 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu en það er 2,5 milljörðum dölum minna en á sama tíma fyrir ári.

Fyrirtækið hefur ákveðið að loka 14 verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin og segja upp 30.000 starfsfólks hjá fyrirtækinu vegna þessa á næstu sex árum. Þetta kemur til viðbótar helmingi minna arðgreiðsla á þessu ári miðað við fyrri ár.

Fjárfestar sem undrast minni arðgreiðslur Ford gagnrýna fyrirtækið fyrir að einblína um of á sölu sportjeppa og álíka bílum á síðustu árum og hafi það komið niður á þróun annarra bíla.

Markaðshlutdeild Ford á bandaríska bílamarkaðnum hefur dregist talsvert saman á síðustu árum vegna aukinnar sölu á japönskum bílum á borð við Toyota og Nissan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×