Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki. Ákveðið hefur verið að hreyfa ekki við stýrivöxtum í Bretlandi ellefta mánuðinn í röð.
Englandsbanki. Ákveðið hefur verið að hreyfa ekki við stýrivöxtum í Bretlandi ellefta mánuðinn í röð. Mynd/AFP

Allir sjö meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru fylgjandi óbreyttum stýrivöxtum í landinu á fundi nefndarinnar í dag. Stýrivextirnir standa nú í 4,5 prósentum og hafa verið óbreyttir í ellefu mánuði.

David Walton, einn meðlimanna, sem lést í lok síðasta mánaðar, var sá eini sem studdi hækkun vaxtanna. Meðlminir nefndarinnar eiga að vera níu en hafa verið sjö í kjölfar bæði andláts Waltons og brotthvarfs annars meðlims. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, skipaði nýja meðlimi í nefndina í síðustu viku og taka þeir sæti í henni í september og október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×