Búslóð var stolið í miðjum flutningum í Árbænum 12. júlí 2006 07:15 Nói Benediktsson, Segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir gætu hafa verið að verki, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira