Erlent

Vildi sprengja hús ráðherra

Danskur hægriöfgamaður og innflytjendaandstæðingur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heilbrigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju.

Børgesen tjáði þessa skoðun sína á vinstrisinnaðri heimasíðu, en hann skrifaði undir fölsku nafni.

Hann viðurkennir nú að hafa skrifað skilaboðin, en segist hafa verið að reyna að fá einhvern á síðunni til að viðurkenna aðild að svipaðri árás á heimili annars ráðherra fyrir ári, en sá glæpur er enn óupplýstur. -sgj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×