Erlent

Forstjórar segja af sér

Tveir forstjórar fyrirtækisins EADS, Noel Forgeard og Gustav Humbert, sögðu starfi sínu lausu á sunnudag vegna vandræða með nýju A380 þotu Airbus, en EADS á 80 prósent í fyrirtækinu.

Framleiðslu Airbus A380 var frestað um miðjan júní og hafa hlutabréf í EADS hrunið um 26 prósent í kjölfarið. Forgeard hefur verið sakaður um innherjaviðskipti en Forgeard seldi hlutabréf sín í EADS áður en tilkynnt var um tafirnar á A380. Hann segist ekki hafa vitað um tafirnar þegar hann seldi bréfin. Talið er að ágóðinn af nýju þotunum muni minnka um tvær milljónir evra vegna frestunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×