Erlent

Réðust á skrifstofu ráðherra

Ehud Olmert Forsætisráðherra Ísraels var myrkur í máli á fundi á sunnudag.
Ehud Olmert Forsætisráðherra Ísraels var myrkur í máli á fundi á sunnudag.

 Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels þrýsti enn harðar á Palestínumenn í gær og skipaði Ísraelsher að gera allt sem hægt er til að frelsa ísraelska hermanninn sem hefur verið í haldi Palestínumanna. Ísraelar gerðu flugskeytaárás á skrifstofu forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, í gær en enginn særðist. Tvö flugskeyti voru send á skrifstofurnar klukkan 1.45 að staðartíma og því enginn innanhúss. Þeir hafa ráðist á tákn palestínsku þjóðarinnar, sagði Ismail Haniyeh forsætisráðherra Palestínu en ísraelskur ráðherra sagði að árásin hefði átt að vera alvarleg viðvörun til stjórn Hamas.

Mennirnir sem hafa hermanninn í haldi krefjast þess að hundruðum fanga í ísraelskum fangelsum verði sleppt í staðinn fyrir upplýsingar um líðan hermannsins. Þetta eru erfiðir dagar fyrir Ísrael, en við ætlum ekki að taka þátt í einhvers konar mútum, sagði Olmert í gær. Mannræningjarnir eru orðaðir við Hamas en Ismail Haniyeh sagði að Hamas hefði engin tengsl við þá. Egyptar hafa blandað sér í gíslamálið og reynt að koma á samkomulagi um frelsun hermannsins og fengu þeir Sýrlendinga til liðs við sig til að þrýsta á Hamas. Á meðan halda bardagarnir á Gaza áfram. Herflugvélar Ísraela skutu á barnaskóla á svæðinu. Einn lést og annar særðist, en Ísraelar héldu því fram að mennirnir sem létust væru að skipuleggja hryðuverk gegn Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×