Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Opnum kerfum

Gylfi Árnason Gylfi er núna forstjóri bæði Opinna kerfa á Íslandi og móðurfélagsins Opinna kerfa Group.
Gylfi Árnason Gylfi er núna forstjóri bæði Opinna kerfa á Íslandi og móðurfélagsins Opinna kerfa Group.

Agnar Már Jónsson hefur að eigin ósk sagt upp störfum sem forstjóri Opinna kerfa. Gylfi Árnason, forstjóri móðurfélagsins Opinna kerfa Group, tekur tímabundið við störfum hans. Gylfi gegndi starfinu jafnframt á undan Agnari sem tók við starfinu í nóvember 2004.

Ég stýri fyrirtækinu í sama dúr og hann gerði áður þannig að þetta hefur ekki í för með sér neinar breytingar aðrar á rekstri eða starfsemi fyrirtækisins, segir Gylfi og áréttar að starfslok Agnars séu ekki í neinum tengslum við breytingar sem urðu nýverið á eignarhaldi fyrirtækisins. Við þökkum Agnari góð störf og í honum er eftirsjá, segir Gylfi.

Agnar Már staðfestir að breytingin hafi ekkert með eignarhald fyrirtækisins að gera heldur hafi verið tímabært að snúa sér að öðrum verkefnum. En núna fyrst tekur við sumarfrí með fjölskyldunni, segir hann glaðbeittur. Svo bíður bara gnótt tækifæra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×