Viðskipti innlent

Áætlaður kostnaður helmingaður

Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna.

Hæsta boð í verkið kom frá EJS, 12,8 milljónir króna, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 7 milljónir króna. Tilboð voru opnuð á skrifstofu Landsvirkjunar á mánudag. Í verkinu felst meðal annars útvegun, forritun, uppsetning, gangsetning, prófanir og kennsla á IP símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×