Viðskipti innlent

Tap Flögu minnkar

Frá flögu Búist er við að viðsnúningur verði á afkomu Flögu á öðrum og þriðja ársfjórðungi.
Frá flögu Búist er við að viðsnúningur verði á afkomu Flögu á öðrum og þriðja ársfjórðungi. MYND/E.Ól.

Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári.

Tekjur Flögu Group námu 7,4 milljónum dala, tæpum 532 milljónum íslenskra króna, sem er 10 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Rósa Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flögu, segir afkomuna í takt við væntingar. Samdráttinn megi aðallega rekja til skipulagsbreytinga hjá Medcare og SleepTech, dótturfélögum fyrirtækisins, en dreifing félaganna fluttist til Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar fjármálasviðs og hluti tækniþjónustu verða eftir sem áður á Íslandi. Rósa segir breytingarnar hafa gengið hratt fyrir sig en þær hófust seint á síðasta ári.

Áætlað er að viðsnúningur náist á öðrum og þriðja ársfjórðungi þegar kostnaðar vegna skipulagsbreytinga gætir ekki lengur. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina því þetta er ört vaxandi markaður, segir Rósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×