Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér 10. mars 2006 00:20 Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans segir litlu muna á dreifingu gjalddaga lána hjá íslenskum bönkum og erlendum. Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til. Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira