Viðskipti innlent

Úrskurðarnefnd styður Símann

Hrundið hefur verið ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því 22. desember 2005 um að hafna umsókn Símans um framlög úr jöfnunarsjóði fjarskipta. Úrskurðarnefnd fjarskiptamála kvað upp úrskurð sinn á mánudag og vísaði málinu aftur til stofnunarinnar.

Póst- og fjarskiptastofnun er í úrskurðinum gert að taka málið tafarlaust til nýrrar meðferðar og ákvarða kostnað Símans án þess að styðjast við net cost aðferðafræði, sem ekki hafi verið við lýði þegar Síminn sendi fyrst inn erindi sitt. Ef PFS telur að nægilegar upplýsingar hafi ekki komið fram í umsókn Símans hf. þá ber þeim að upplýsa Símann hf. um það sem fyrst og nýta sér þær heimildir sem stofnunin hefur til rannsóknar til þess að safna gögnum svo ákvörðun verði tekin sem fyrst, segir í úrskurðinum, en hann er hægt að kæra til dómstóla innan sex mánaða eftir að hann hefur verið kynntur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×