Viðskipti innlent

Fjögurra milljarða króna hagnaður

Höfuðstöðvarnar við Ármúla.  Hagnaður Símans jókst um 30 prósent milli ára.
Höfuðstöðvarnar við Ármúla. Hagnaður Símans jókst um 30 prósent milli ára.

Hagnaður Símans jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005. Hagnaður ársins 2005 var 4.032 milljónir króna en 3.090 milljónir króna árið 2004. Rekstrartekjur jukust um tæp 8 prósent á árinu, voru 20.419 milljónir króna árið 2004 en 22.041 milljónir króna nú.

Mikil umbrot voru í rekstri Símans í fyrra. Íslenska ríkið seldi eignarhlut sinn í Símanum til Skipta ehf. og Skipti ehf., Íslenska sjónvarpsfélagið hf. og Landssími Íslands hf. voru sameinuð undir nafni Símans hf. Samruninn miðast við 30. júní 2005. Við samrunann var hlutaféð hækkað úr 7.036 milljónum króna í 30.930 milljónir.

Heildareignir Símans námu 83.255 milljónum króna og eigið fé 32.801 milljónum og er eiginfjárhlutfallið því 30 prósent. Arður að fjárhæð 6.333 milljónir var greiddur í apríl síðastliðnum og hefur verið færður til lækkunar á eigin fé félagsins. Arðsemi eigin fjár lækkaði á milli ára, úr 21,1 prósenti í 19,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×