Íslensk fréttastofa á ensku Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Gunnlaugur Árnason aðalritstjóri M2 Communications og Viðskiptablaðsins og Tom Naysmith sem stýrir M2 í Bretlandi. Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum. Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum.
Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira