Bankar veikari en uppgjör benda til Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. febrúar 2006 06:00 Seðlabankinn Von er á skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem staða fjármálafyrirtækja hér er greind í byrjun maí, en í úttektum tveggja erlendra greiningarfyrirtækja er mat á lánshæfi stóru bankanna þriggja dregið í efa. Fréttablaðið/Heiða Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. Greiningarfyrirtækin Barclays Capital Research og Credit Sights hafa nýverið gefið út skýrslur þar sem farið er yfir stöðu Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka og því haldið fram að matsfyrirtækin Moody's og Fitch meti lánshæfi þeirra of hátt. Gagnrýnd eru náin eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja hér sem geri bankana viðkvæmari fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu en ella væri. Þá er bent á að bankarnir reiði sig mjög á erlent lánsfé og sé það ákveðinn veikleiki því aðgengi að fjármagni hafi ekki verið í takt við lánshæfiseinkunn Moody's og Fitch og því hafi þeir þurft að leita fjármagns utan Evrópu, bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka, segir bankann aldrei hafa verið í sterkari stöðu en nú. Hann telur einkennilega gagnrýni að benda á að arðsemi eigin fjár bankans falli úr 39 prósentum í 21 prósent sé gengishagnaður dreginn frá. "Hvaða banki sem er getur verið stoltur af því að sýna 21 prósenta arðsemi. Yfirlýst arðsemismarkmið okkar er að vera yfir 15 prósentum." Jónas áréttar einnig að álag á skuldabréfum bankans hafi verið að lækka eins og búist hafi verið við, þótt vissulega hefði bankinn viljað sjá það gerast hraðar. Ingvar H. Ragnarsson forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar Íslandsbanka, segir ljóst að bankarnir þurfi að auka upplýsingagjöf á erlenda markaði, því þótt lánshæfiseinkunn banka sé góð hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody's og Fitch þá geti skrif greiningarfyrirtækja á borð við Credit Sights og Barcleys haft áhrif á fjárfesta og þar með á kjör á skuldabréfum. "Og þetta er verkefni bankanna allra," segir hann og bætir við að tónninn í þessum nýju skýrslum Credit Sights og Barcleys sér svipaður og verið hafi í fyrri skrifum erlendra greiningarfyrirtækja. "En með auknum umsvifum bankanna erlendis hafa fleiri farið að fylgjast með þeim og greina þá." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir bankann ekki munu tjá sig sérstaklega um álit þessara greiningarfyrirtækja á stöðu íslensku bankanna heldur gera grein fyrir eigin áliti á stöðugleika fjármálakerfisins í árvissri skýrslu sinni. "Næsta skýrsla kemur út 4. maí. Þá verður farið yfir bæði þjóðhagslegt umhverfi og rekstrarlegar forsendur bankakerfisins og okkar mat á því hvernig fjármálakerfið stendur varðandi stöðugleika," segir hann en bætir þó við að skrif um fjármálamarkaðinn hér séu alltaf áhugaverð, hvort sem þau séu innlend eða erlend. "Ljóst er að yfir línuna séð er lögð vinna í þessar greiningar, en þær hafa oft mismunandi tilgang, til dæmis ráðgjöf við fjárfesta og eru þá ekki sambærilegar við stöðugleikagreiningar seðlabanka, né álit matsfyrirtækja sem hafa jú miklu meiri aðgang að trúnaðarupplýsingum hjá bönkunum sem þeir meta." Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir greiningarfyrirtæki leggja fram rökstudd álit eftir að hafa skoðað aðstæður og geti komist að ólíkum niðurstöðum. Hann telur þó ekki sérstakt tilefni til að draga lánshæfismat fyrirtækja á borð við Moody's og Fitch á bönkunum í efa. "Þessi fyrirtæki leggja orðspor sitt að veði og eru þekkt fyrir að hafa oftar rétt fyrir sér en ekki." Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. Greiningarfyrirtækin Barclays Capital Research og Credit Sights hafa nýverið gefið út skýrslur þar sem farið er yfir stöðu Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka og því haldið fram að matsfyrirtækin Moody's og Fitch meti lánshæfi þeirra of hátt. Gagnrýnd eru náin eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja hér sem geri bankana viðkvæmari fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu en ella væri. Þá er bent á að bankarnir reiði sig mjög á erlent lánsfé og sé það ákveðinn veikleiki því aðgengi að fjármagni hafi ekki verið í takt við lánshæfiseinkunn Moody's og Fitch og því hafi þeir þurft að leita fjármagns utan Evrópu, bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka, segir bankann aldrei hafa verið í sterkari stöðu en nú. Hann telur einkennilega gagnrýni að benda á að arðsemi eigin fjár bankans falli úr 39 prósentum í 21 prósent sé gengishagnaður dreginn frá. "Hvaða banki sem er getur verið stoltur af því að sýna 21 prósenta arðsemi. Yfirlýst arðsemismarkmið okkar er að vera yfir 15 prósentum." Jónas áréttar einnig að álag á skuldabréfum bankans hafi verið að lækka eins og búist hafi verið við, þótt vissulega hefði bankinn viljað sjá það gerast hraðar. Ingvar H. Ragnarsson forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar Íslandsbanka, segir ljóst að bankarnir þurfi að auka upplýsingagjöf á erlenda markaði, því þótt lánshæfiseinkunn banka sé góð hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody's og Fitch þá geti skrif greiningarfyrirtækja á borð við Credit Sights og Barcleys haft áhrif á fjárfesta og þar með á kjör á skuldabréfum. "Og þetta er verkefni bankanna allra," segir hann og bætir við að tónninn í þessum nýju skýrslum Credit Sights og Barcleys sér svipaður og verið hafi í fyrri skrifum erlendra greiningarfyrirtækja. "En með auknum umsvifum bankanna erlendis hafa fleiri farið að fylgjast með þeim og greina þá." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir bankann ekki munu tjá sig sérstaklega um álit þessara greiningarfyrirtækja á stöðu íslensku bankanna heldur gera grein fyrir eigin áliti á stöðugleika fjármálakerfisins í árvissri skýrslu sinni. "Næsta skýrsla kemur út 4. maí. Þá verður farið yfir bæði þjóðhagslegt umhverfi og rekstrarlegar forsendur bankakerfisins og okkar mat á því hvernig fjármálakerfið stendur varðandi stöðugleika," segir hann en bætir þó við að skrif um fjármálamarkaðinn hér séu alltaf áhugaverð, hvort sem þau séu innlend eða erlend. "Ljóst er að yfir línuna séð er lögð vinna í þessar greiningar, en þær hafa oft mismunandi tilgang, til dæmis ráðgjöf við fjárfesta og eru þá ekki sambærilegar við stöðugleikagreiningar seðlabanka, né álit matsfyrirtækja sem hafa jú miklu meiri aðgang að trúnaðarupplýsingum hjá bönkunum sem þeir meta." Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir greiningarfyrirtæki leggja fram rökstudd álit eftir að hafa skoðað aðstæður og geti komist að ólíkum niðurstöðum. Hann telur þó ekki sérstakt tilefni til að draga lánshæfismat fyrirtækja á borð við Moody's og Fitch á bönkunum í efa. "Þessi fyrirtæki leggja orðspor sitt að veði og eru þekkt fyrir að hafa oftar rétt fyrir sér en ekki."
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira