Viðskipti innlent

Endurfjármagna lán Símans

Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans hefur verið að vinna að því að endurfjármagna lán félagsins.
Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans hefur verið að vinna að því að endurfjármagna lán félagsins.
Eignir Símans eru metnar á 84 milljarða króna

Í kjölfar samrunans við Skipti hefur efnahagsreikningur Símans vaxið úr 26 milljörðum króna í rétt rúma 84 milljarða. Kom þetta fram á hluthafafundi sem haldinn var 21. desember á síðasta ári og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Á hluthafafundinum var samruninn samþykktur.

Skipti ehf. er félagið sem keypti Símann af ríkinu í sumar fyrir 66,7 milljarða króna.

Eigendur Skiptis lögðu sjálfir 30 milljarða króna til kaupanna en fengu afganginn að láni. Þegar Síminn yfirtók Skipti lagðist þetta fé við eigið fé Símans. Síminn yfirtók einnig skuldir Skipta og jukust langtímaskuldir fyrirtækisins um 38 milljarða. Eru þetta lykilstærðir þegar vöxtur efnahagsreikningsins er útskýrður.

Stærstu eigendur Skiptis voru Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Bakkabræðra, KB banki, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri smærri aðilar. Eftir sameininguna við Símann fengu þessir aðilar hlutabréf í Símanum fyrir hlut sinn í Skipti.

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði verið að endurfjármagna skuldir fyrirtækisins. Sambankalán, fyrir um 33 milljarða króna, og skuldabréfalán, fyrir um fjórtán milljarða króna, eru tekin til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×