Viðskipti innlent

Gagnrýnir Kjartan Gunnarsson

Stjórnendur Landsbankans Kjartan Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsbankanum, er sakaður um að veita nefndarmanni í kjörnefnd hjá Carnegie ekki upplýsingar.
Stjórnendur Landsbankans Kjartan Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsbankanum, er sakaður um að veita nefndarmanni í kjörnefnd hjá Carnegie ekki upplýsingar.

Henrik Didner, sem situr í valnefnd sem leggur fram tillögu að næstu stjórn sænska verðbréfafyrirtækisins Carnegie, er ósáttur við vinnubrögð Kjartans Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, og ætlar að ganga úr henni.

Kjartan situr fyrir hönd Landsbankans sem er stærsti hluthafinn í Carnegie með rúman fimmtungshlut. Niðurstöður nefndarinnar eiga að liggja fyrir 9. febrúar. Samskiptin hafa ekki gengið upp, segir Henrik í viðtali við Dagens Industri og telur að það stafi ekki af tungumálaörðugleikum, enda tali Kjartan skandinavísku.

Henrik er ósáttur við að sér hafi ekki verið gerð grein fyrir því að hinn reyndi stjórnarformaður Carnegie, Lars Bertmar, ætlar að draga sig í hlé. Lars segir í samtali við blaðið að það eigi ekki að koma nokkrum manni á óvart, ekki einu sinni nánustu aðstandendum.

Einnig kemur fram í fréttinni að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðar­áss, sækist ekki eftir endurkjöri.

Frétt þessi hefur leitt til væntinga um að Landsbankinn ætli sér að yfirtaka Carnegie. Hlutabréf í Carnegie hækkuðu um 2,5 prósent á markaði í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×