Viðskipti innlent

100 milljarða króna fjármögnun Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Actavis hefur gengið frá eitt hundrað milljóna króna fjármögnun, meðal annars með stærsta sambankaláni íslensks fyrirtækis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Actavis hefur gengið frá eitt hundrað milljóna króna fjármögnun, meðal annars með stærsta sambankaláni íslensks fyrirtækis.

Actavis hefur gengið frá 100 milljarða fjármögnun sem byggist annars vegar á sambankaláni og hins vegar á sölu forgangsréttarhlutabréfa.

Sambankalánið er að upphæð 80 milljarðar króna sem er það mesta sem íslensku fyrirtæki hefur verið veitt.

Lánið verður annars vegar nýtt til þess að ganga frá 51 milljarðs kaupum á samheitalyfjastarfsemi Alpharma og hins vegar til endurfjármögnunar á eldra sambankaláni sem var tekið við kaup Actavis á Amide í júní síðastliðnum.

Sjö alþjóðlegir bankar stóðu að lántökunni og var það mikil eftirspurn að skera varð niður þátttöku bankanna. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir það vera mikinn styrk fyrir félagið að ganga frá svo stórri fjármögnun með umframeftirspurn og endurspegla það traust sem fyrirtækið hafi hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum.

Þá hafa Íslandsbanki og Landsbankinn keypt forgangsréttarhlutabréf af Actavis fyrir um 27 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×