Sport

Toronto vann annan leikinn í röð

Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst í öðrum sigri Toronto í röð
Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst í öðrum sigri Toronto í röð NordicPhotos/GettyImages

Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim.

Toronto lagði New Jersey 95-82. Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst, en Jason Kidd skoraði 17 stig fyrir New Jersey.

Detroit lagði Chicago á útivelli 92-79. Rasheed Wallace skoraði 26 stig fyrir Detroit en Luol Deng var með 18 stig og 9 fráköst hjá Chicago.

Dallas vann sigur á New Orleans 97-88. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en nýliðinn Chris Paul var með 25 stig fyrir New Orleans.

Houston tapaði á heimavelli fyrir Memphis 90-75. Damon Stoudamire skoraði 24 stig fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston.

Milwaukee lagði Orlando 104-84. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee en Jameer Nelson var með 20 stig fyrir Orlando.

San Antonio vann sigur á Philadelphia 100-91. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Allen Iverson skoraði 37 stig fyrir Philadelphia.

Denver vann nauman sigur á Miami 101-99, þar sem Earl Boykins tryggði Denver sigur í lokin. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami.

Loks vann LA Clippers góðan sigur á Cleveland 102-90, en þetta var fjórða tap Cleveland í fimm leikjum. Leikmenn nóvembermánaðar í NBA voru atkvæðamestir í sitt hvoru liðinu, LeBron James hjá Cleveland var með 30 stig rétt eins og Elton Brand hjá Clippers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×