Sport

Orlando vann fjórða leikinn í röð

Dwight Howard treður hér í leiknum gegn Boston í nótt, en hann var sýndur beint á NBA TV.
Dwight Howard treður hér í leiknum gegn Boston í nótt, en hann var sýndur beint á NBA TV. NordicPhotos/GettyImages

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn.

Dallas sigraði Toronto 93-91. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og hirti 11 fráköst og Jason Terry bætti við 26 stigum og skoraði sigurkörfuna á lokasekúnduni. Chris Bosh skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto.

Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli 87-83. Ricky Davis var stigahæstur hjá Boston með 22 stig, en Steve Francis var með 19 hjá Orlando.

Miami sigraði New York 107-94. Dwayne Wade skoraði 33 stig fyrir Miami og Alonzo Mourning skoraði 9 stig hirti 7 fráköst og varði 9 skot, sem er jöfnun á félagsmeti sem hann átti sjálfur. Stephon Marbury var stigahæstur hjá New York með 19 stig.

New Jersey lagði Denver á útivelli 101-92. Kenyon Martin var stigahæstur hjá Denver gegn sínum gömlu félögum og skoraði 26 stig, en Carmelo Anthony sneri sig illa á ökkla í leiknum og gæti misst úr nokkra leiki. Hjá New Jersey var Vince Carter stigahæstur með 25 stig.

Loks vann Golden State sigur á New Orleans 99-83. Baron Davis var stigahæstur hjá Golden State gegn sínum gömlu félögum, skoraði 17 stig eins og Jason Richardson, en nýliðinn Chris Paul var atkvæðamestur hjá New Orleans með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×