Sport

Indiana stöðvaði sigurgöngu Cleveland

Eins og búast mátti við gerði Ron Artest leikmönnum Cleveland lífið leitt í gær og hafði LeBron James í vasanum allan leikinn
Eins og búast mátti við gerði Ron Artest leikmönnum Cleveland lífið leitt í gær og hafði LeBron James í vasanum allan leikinn NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir voru á dagskrá að kvöldi þakkargjörðardagsins í NBA deildinni í körfubolta í gær. Indiana stöðvaði átta leikja sigurhrinu Cleveland og Los Angeles Lakers unnu góðan sigur á Seattle á heimavelli sínum.

Ron Artest var stigahæstur í liði Indiana með 21 stig, en hélt LeBron James auk þess alveg niðri í leiknum, James skoraði aðeins 19 stig og hitti úr 6 af 20 skotum sínum. Sigur Indiana var aldrei í hættu og lokatölur urðu 98-76 fyrir Indiana.

Lakers sigraði Seattle 108-96. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Seattle var Rashard Lewis atkvæðamestur með 32 stig og Ray Allen gerði 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×