Enn tapar New York 7. nóvember 2005 13:00 Larry Brown hefur enn ekki náð sínum fyrsta sigri með New York NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum. Jason Richardson var stigahæstur í liði Golden State í 83-81 sigri gegn New York og skoraði 24 stig, en Baron Davis lék með liðinu á ný eftir meiðsli. Stephon Marbury var stigahæstur hjá New York með 15 stig. Leikur Phoenix og Sacramento var fjörugur og skemmtilegur, en Sacramento stal sigrinum nokkuð óvænt á útivelli 118-117. Peja Stojakovic fór hreinlega hamförum í þriðja leikhlutanum og skoraði þar 23 af 33 stigum sínum. Shareef Abdur-Rahim skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Brad Miller var með 17 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Phoenix var Leandro Barbosa stigahæstur með 23 stig, Steve Nash með 18 stig og 13 stoðsendingar, Shawn Marion var með 16 stig og 14 fráköst og Boris Diaw vantaði eitt frákast í að ná þrennu af varamannabekknum, skoraði 11 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Lakers lögðu loks Denver nokkuð örugglega 112-92. Kobe Bryant skoraði 37 stig og hirti 8 fráköst, Chris Mihm skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst og Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers. Carmelo Anthony var bestur hjá Denver með 21 stig og Andre Miller skoraði 20. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum. Jason Richardson var stigahæstur í liði Golden State í 83-81 sigri gegn New York og skoraði 24 stig, en Baron Davis lék með liðinu á ný eftir meiðsli. Stephon Marbury var stigahæstur hjá New York með 15 stig. Leikur Phoenix og Sacramento var fjörugur og skemmtilegur, en Sacramento stal sigrinum nokkuð óvænt á útivelli 118-117. Peja Stojakovic fór hreinlega hamförum í þriðja leikhlutanum og skoraði þar 23 af 33 stigum sínum. Shareef Abdur-Rahim skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Brad Miller var með 17 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Phoenix var Leandro Barbosa stigahæstur með 23 stig, Steve Nash með 18 stig og 13 stoðsendingar, Shawn Marion var með 16 stig og 14 fráköst og Boris Diaw vantaði eitt frákast í að ná þrennu af varamannabekknum, skoraði 11 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Lakers lögðu loks Denver nokkuð örugglega 112-92. Kobe Bryant skoraði 37 stig og hirti 8 fráköst, Chris Mihm skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst og Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers. Carmelo Anthony var bestur hjá Denver með 21 stig og Andre Miller skoraði 20.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira