Innlent

Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ

Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.

Fasteignir í Kópavogi, sunnan Kópavogslækjar, hækkuðu um fjórtán prósent og fasteignir í Grafarholti um tólf prósent. Annars staðar var hækkunin undir tíu prósentum. Fasteignaverð lækkaði á tveimur stöðum, annars vegar í Norðurmýri um tæpt eitt prósent og hins vegar á Seltjarnarnesi um hálft prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×