Meistararnir mætast í Keflavík 6. október 2005 00:01 Góðgerðaleikir KKÍ fara fram á sunnudaginn en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í Meistarakeppninni en sú venja hefur skapast að ágóði leikjanna rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Foreldrafélag barna með axlarklemmu sem fær að njóta góðs af leikjunum. Sigrún Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir peningana sem renna til félagsins koma sér sérstaklega vel. "Þetta skiptir okkur miklu máli því félagið hefur ekki verið sérstaklega sýnilegt til þessa, enda félagið fámennt og frekar lítið. En við ætlum að nota peningana til þess að setja upp aðgengilega heimasíðu þar sem foreldrar barna með axlarklemmu geta leitað sér upplýsinga." Sverrir Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og leikmaður karlaliðsins, á von á erfiðum leikjum. "Að mínu mati eru báðar þessar viðureignir mjög athyglisverðar því þarna mætast að mínu mati sterkustu lið landsins um þessar mundir. Stundum hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópum liðanna milli ára en að þessu sinni hafa þeir haldist nánast óbreyttir. Þannig að þetta verða örugglega jafnir og spennandi leikir." Ómar Rafnsson, formaður KKÍ, á von á skemmtilegu körfuboltatímabili en það hefst formlega með þessum tveimur leikjum. "Ég finn fyrir miklum meðbyr með körfuboltahreyfingunni. Sérstaklega er unglingastarfið hjá félögunum sem er að alltaf að bæta gæði íslensks körfubolta. Unglingalandsliðin hafa náð frábærum árangri og við erum nú eina Norðulandaþjóðin í karlaflokki sem á landslið í A-deild og það segir mikið um það góða starf sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Við höfum líklega aldrei átt fleiri atvinnumenn í körfubolta og núna að það sýnir hversu langt er hægt að ná ef menn eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig." Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Íslandsmeistarana í karla- og kvennaflokki, í Keflavík. Körfubolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Góðgerðaleikir KKÍ fara fram á sunnudaginn en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í Meistarakeppninni en sú venja hefur skapast að ágóði leikjanna rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Foreldrafélag barna með axlarklemmu sem fær að njóta góðs af leikjunum. Sigrún Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir peningana sem renna til félagsins koma sér sérstaklega vel. "Þetta skiptir okkur miklu máli því félagið hefur ekki verið sérstaklega sýnilegt til þessa, enda félagið fámennt og frekar lítið. En við ætlum að nota peningana til þess að setja upp aðgengilega heimasíðu þar sem foreldrar barna með axlarklemmu geta leitað sér upplýsinga." Sverrir Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og leikmaður karlaliðsins, á von á erfiðum leikjum. "Að mínu mati eru báðar þessar viðureignir mjög athyglisverðar því þarna mætast að mínu mati sterkustu lið landsins um þessar mundir. Stundum hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópum liðanna milli ára en að þessu sinni hafa þeir haldist nánast óbreyttir. Þannig að þetta verða örugglega jafnir og spennandi leikir." Ómar Rafnsson, formaður KKÍ, á von á skemmtilegu körfuboltatímabili en það hefst formlega með þessum tveimur leikjum. "Ég finn fyrir miklum meðbyr með körfuboltahreyfingunni. Sérstaklega er unglingastarfið hjá félögunum sem er að alltaf að bæta gæði íslensks körfubolta. Unglingalandsliðin hafa náð frábærum árangri og við erum nú eina Norðulandaþjóðin í karlaflokki sem á landslið í A-deild og það segir mikið um það góða starf sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Við höfum líklega aldrei átt fleiri atvinnumenn í körfubolta og núna að það sýnir hversu langt er hægt að ná ef menn eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig." Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Íslandsmeistarana í karla- og kvennaflokki, í Keflavík.
Körfubolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira