Sport

Alonso í sjöunda himni

Nýkrýndur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, Spánverjinn Fernando Alonso, er í sjöunda himni eftir að hann tryggði sér titilinn í Brasilíu um helgina og stefnir á að vinna fleiri titla á næstu árum, enda aðeins 24 ára gamall. "Ég er yngsti heimsmeistari í sögu Formúlu 1 og nú þarf ég að finna mér ný markmið," sagði Alonso eftir að sigurinn var í höfn. Þessi titill er afar mikilvægur fyrir mig, fjölskyldu mína og þjóð mína og það var alltaf draumur minn að verða meistari," sagði hann. Alonso varð með sigrinum fyrsti maðurinn, annar en Michael Schumacher, til að vinna heimsmeistaratitilinn og það fer ekki framhjá Alonso, sem viðurkennir að Schumacher sé í sérflokki íþróttamanna. "Michael er í sama flokki og Lance Armstrong í hjólreiðunum og því vilja allir skáka honum í keppni. Það var mér mjög sérstakt að verða fyrsti maðurinn til að vinna hann í allan þennan tíma," sagði Alonso og Michael Schumacher hrósaði stráknum fyrir frammistöðuna. "Ég óska Alonso til hamingju með sigurinn, því hann hefur verið frábær allt tímabilið," sagði Þjóðverjinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×