Skoðun

GTA á leiðinni á PSP

Franz Gunnarsson skrifar
Nú styttist óðum í að Grand Theft Auto Liberty City Stories komi á PSP vélina. Þetta er alveg ný útfærsla af GTA með nýjum karakterum, söguþræði farartækjum og vopnum.

Leikurinn gerist eins og nafnið gefur til kynna í Liberty City og hefur Rockstar eytt mikilli orku í að gera GTA upplifunina eins massífa og hægt er.

Leikurinn hefur verið tvö ár í framleiðslu og voru Rocksatr einna fyrstir til að byrja hanna leik fyrir PSP. 

Í staðinn fyrir að byggja á gömlum grunni hafa Rockstar algjörlega gert leikinn upp á nýtt svo upplifunin komi sem best út fyrir PSP. 

Mikið verður um stutt verkefni sem spilarar geta gripið í á ferðinni en einnig verða lengri og meira krefjandi verkefni sem spilarar þurfa að takast á við. Í LCS koma til dæmis hringjandi símklefarnir aftur við sögu (voru upphaflega í fyrstu GTA leikjunum) ásamt fleiri nýjungum.

Leikurinn er væntanlegur í október og má búast við að þetta verði einn stærsti PSP leikurinn þessi jól.

Sjá nánar: https://www.rockstargames.com/libertycitystories/gta_lcs.html




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×