Sport

Lyon ætlar að sigra Real Madrid

NordicPhotos/GettyImages
Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. "Real Madrid er frábært knattspyrnulið og allir vilja mæta þeim, en við látum ekki þar við sitja, við viljum sigra þá," sagði Jean-Michel Aulas, forseti félagsins í morgun. Real Madrid hefur ekki verið sannfærandi heimafyrir í upphafi leiktíðar á Spáni og töpuðu mjög óvænt á heimavelli fyrir nýliðum Celta Vigo um helgina. "Við viljum halda áfram að bæta okkur og sigur gegn Real Madrid ætti að geta komið liðinu í hæstu hæðir," sagði Gerard Houllier. "Þeir eru kannski með betra lið en við á pappírunum, en á 90 mínútum í fótbolta getur allt gerst," sagði Houllier.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×